Ólympíufarar kvaddir með góðum styrkjum
Ólympíufararnir Íris Edda Heimisdóttir, Örn Arnarson og Jóhann Kristjánsson fengu í gær góða gjöf úr styrktarsjóði Reykjanesbæjar. Nokkrir góðir aðilar styðja það góða framtak og eru það, auk Reykjanesbæjar, Hitaveita Suðurnesja, Sparisjóður Keflavíkur, Flugstöð Leiðs Eiríkssonar og Íslenskir Aðalverktakar.
Um var að ræða aðra úthlutun til afreksmannanna en þau hafa fengið samtals 775.000 úr sjóðnum. Styrkirnir eru til að létta á hinum mikla kostnaði sem er við undirbúning og ferðalög og koma þeir sér eflaust vel.
Örn hefur fengið 150.000 úr sjóðnum, Jóhann 250.000 og Íris Edda 375.000. Mismunandi upphæðir skýrast af því að Örn og Jóhann hafa einnig fengið styrki annarsstaðar frá.
Íþróttamennirnir halda út til keppni innan skamms og fer Íris Edda m.a. út á morgun.
VF-mynd/Þorgils Jónsson