Ólöf Rún Guðmundsdóttir íþróttamaður Mána 2009
Aðalfundur Hestamannafélagsins Mána var haldinn þann 26. nóvember síðastliðinn og var ánægjulegt að sjá hversu margir voru mættir á fundinn, segir í fundargerð frá aðalfundinum. Formaður, Guðbergur Reynisson, setti fundinn og bauð fram Vilberg Skúlason sem fundarstjóra og Þóru Brynjarsdóttur sem fundarritara og voru þau samþykkt. Eftir að fundargestir höfðu hlýtt á skýrslu lesturinn var komið að kosningum í stjórn og nefndir.
Guðbergur Reynisson gaf ekki kost á sér í kjöri formanns og var því óskað eftir framboðum einn gaf kost á sér og var það Snorri Ólason og var hann kosinn einróma , en Snorri hefur verið formaður mótanefndar síðustu ár. Gunnhildur Vilbergsdóttir vildi fá að losna vegna anna í öðru og gaf Guðbergur Reynisson fráfarandi formaður kost á sér í hennar sæti til eins árs þar sem hún átti eitt ár eftir af kjörtímabili sínu.
Næstir voru kjörnir Bjarni Stefánsson og Björn V Ellertsson í stjórn til 2ja ára og Rúnar Bjarnason og Böðvar Snorrason í varastjórn til eins árs. Stjórn Mána skipa því: Formaður : Snorri Ólason. Aðalstjórn: Gunnar Eyjólfsson, Guðbergur Reynisson, Björn V Ellertsson og Bjarni Stefánsson. Varastjórn: Böðvar Snorrason og Rúnar Bjarnason.
Stjórn Mána kynnti breytingar á lögum félagsins og voru þær allar samþykktar af fundinum og sjást hér ný lög hmf Mána, stjórn félagsins vildi einnig að félagsgjöld héldust óbreytt frá árinu áður og samþykkti fundurinn það. Gunnhildur fráfarandi gjaldkeri las upp nýja félaga til samþykktar en 20 nýjir félagar skráðu sig í félagið á árinu en 33 sögðu sig úr félaginu og telur félagatal hmf Mána nú 501 félaga.
Fjögur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu en það voru Camilla Sigurðardóttir, Jóhanna Margrét Snorradóttir, Alexander Þórisson og Hafdís Gunnarsdóttir en íþróttamaður Mána var kosin Ólöf Rún Guðmundsdóttir en Ólöf náði frábærum árangri á þessu ári m.a má segja að hún hafi verið nánast ósigrandi í 5 gangi unglinga. Hún varð í 2. sæti unglingaflokk á Firmakeppninni, 1. sæti fimmgang á TM íþróttamóti Mána, 2. sæti T2 opnum flokki á TM íþróttamóti Mána, 1. sæti fimmgang unglinga á Íþróttamóti Geysi,s 3. sæti T2 opnum flokki sama mót. En það sem stendur upp úr er magnaður sigur hennar á Íslandsmóti yngri flokka þar sem hún vann fimmganginn eftir mikla baráttu. Ólöf er frábær fulltrúi Mána hvar sem hún kemur og hefur með mikilli þrautseigju og elju komist í fremstu röð yngri knapa á Íslandi.