Ólöf Edda sigraði í B-flokki í Tyrklandi
 Ólöf synti á 7. besta tímanum í 400 metra fjórsundi á Ólympíudögum æskunnar sem fram fara í Tyrklandi um þessar mundir. Heimasíða Keflavíkur greinir frá því að Ólöf hafi verið sekúndu frá Íslandsmeti sínu í telpnaflokki eða á 5:05 og hafi sá tími fært henni sigur í B-úrslitum.
Ólöf synti á 7. besta tímanum í 400 metra fjórsundi á Ólympíudögum æskunnar sem fram fara í Tyrklandi um þessar mundir. Heimasíða Keflavíkur greinir frá því að Ólöf hafi verið sekúndu frá Íslandsmeti sínu í telpnaflokki eða á 5:05 og hafi sá tími fært henni sigur í B-úrslitum.
Vinningstímarnir voru 4:55, 4:56 og 4:57 og voru margar stúlkur að synda á betri tíma en Íslandsmetið er í opnum flokki svo árangur Ólafar verður því að teljast góður.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				