Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólöf Edda heldur á Ólympíudaga æskunnar
Þriðjudagur 19. júlí 2011 kl. 11:28

Ólöf Edda heldur á Ólympíudaga æskunnar

Á morgun heldur sundkonan efnilega Ólöf Edda Eðvarðsdóttir úr ÍRB til Trabzon í Tyrklandi til að keppa á Ólympíudögum æskunnar í Evrópu. Mikið er lagt upp úr því að þetta sé skemmtun, og þátttakendur kynnist ungu fólki frá öðrum löndum Evrópu. Ekki er lagt upp með að áherslan sé sú sama og á Ólympíuleikum þeirra fullorðnu eða á heimsmeistarakeppnum. Leikarnir hafa verið haldnir á tveggj ára fresti frá árinu 1991.

Ólöf Edda keppir í fjórum einstaklingsgreinum, einni á hverjum degi og einnig í boðsundi 4x200m skriðsundi í blandaðri keppni með Kristni Þórarinssyni (Fjölni), Daníel Hannesi (Fjölni) og Rebekku Jaferian (Ægi). Ólöf keppir í 200 metra bringusundi, 200 metra flugsundi, 200 metra fjórsundi og 400 metra fjórsundi. Að sjálfsögðu stefnir hún á að komast í úrslit í öllum þessum greinum.

Þjálfarar hópsins verða Anthony Kattan yfirþjálfari hjá ÍRB og Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir þjálfari hjá Ægi.

Mynd: Ólöf Edda með verðlaun sín frá Aldursflokkamóti Íslands á dögunum þar sem hún hlaut Ólafsbikarinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024