Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ölli vekur athygli
Fimmtudagur 16. maí 2013 kl. 13:18

Ölli vekur athygli

Vinsælli en Djúpið

Stikla úr nýrri heimildamynd um Örlyg Aron Sturluson var frumsýnd á vefsíðunni Vísir.is í gær og hlaut hún þar frábærar viðtökur. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta þá fékk stiklar rúmlega 17.000 flettingar og tæplega 1000 manns deildu myndskeiðinu á samskiptasíður. Viðbrögðin voru víst betri en fyrsta stiklan úr stórmyndinni Djúpinu fékk á sínum tíma hvað varðar deilingar.

Keflvíkingurinn Garðar Örn Arnarson er leikstjóri myndarinnar sem fyrirhugað er að frumsýna í haust og þá er stefnt á kvikmyndahús. Garðar segist hafa fengið gríðarleg viðbrögð vegna myndarinnar og í gær hafi margir haft samband við hann. „Þjálfarar og margir sem tengjast Ölla á einhvern hátt hafa sent mér ýmis skilaboð. Ég heyrði af því að margir ungir körfuboltakrakkar séu virkilega spenntir fyrir myndinni. Það er einmitt tilgangur myndarinnar, að kynna Ölla fyrir þeim sem ekki þekktu til hans. Hann er fyrirmynd fyrir unga fólkið og þetta er því afar ánægjulegt,“ segir Garðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér að neðan má sjá stikluna úr myndinni sem ber heitið Ölli.

 

Ölli - Teaser from Gardar arnarson on Vimeo.