Olla og Örn Ævar á besta skori í Sparisjóðsmóti GS
Sjötta stigamót Golflúbbs Suðurnesja var haldið í gærkvöldi og voru 75 keppendur mættir til leiks. Leikið var í karla- og kvennaflokki. Allir keppendur voru ræstir út á sama tíma og spilað var golf í ágætis veðri. Sparisjóðurinn styrkti mótið af miklum sóma. Úrslit urðu eftirfarandi:
Karlar
Besta skor – Örn Ævar Hjartarson
71 högg
Með forgjöf
Gunnlaugur Grétar Grétarsson 42 punktar
Ísak Ernir Kristinsson 42 punktar
Grétar Þór Sigurðsson 42 punktar
Konur
Besta skor – Ólafía Sigrbergsdóttir
84 högg
Með forgjöf
Karen Guðnadóttir 35 punktar
Tanja Ólafía Róbertsdóttir 31 punktur
Rut Þorsteinsdóttir 31 punktur
VF-mynd/ Guðmundur Rúnar Lúðvíksson – Sigurvegarar gærkvöldsins kátir í bragði.