Öll Suðurnesjaliðin með sigra í kvöld
Suðurnesjaliðin Grindavík, Keflavík og Njarðvík unnu öll góða sigra í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Grindavík tók á móti Stjörnunni í spennandi leik í Röstinni og unnu heimamenn í Grindavík góðan heimasigur, 90-86. Aaroun Broussard var stigahæstur hjá Grindavík með 24 stig, Þorleifur Ólafsson kom næstur með 19 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson skoraði 16 stig.
Keflavík vann fínan heimasigur gegn nýliðunum Skallagríms. Lokatölur urðu 81-72. Keflavík náði góðri forystu í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 48-32. Michael Craion var stigahæstur með 25 stig, Darrel Lewis var með 20 stig. Keflavík tefldi fram nýjum erlendum leikmanni í kvöld, Stephen McDowell og átti hann góðan leik. Hann skoraði 18 stig og gaf 7 stoðsendingar.
Njarðvík átti ekki í vandræðum með KFÍ frá Ísafirði í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar höfðu mikla yfirburði og unnu að lokum 31 stiga sigur, 103-72. Elvar Már Friðriksson var stigahæstur með 21 stig og sendi hann einnig 10 stoðsendingar. Hjörur Hrafn Einarsson kom næstur með 19 stig.
Eftir leiki kvöldsins er Grindavík í öðru sæti deildarinnar með 10 stig í sjö leikjum. Keflavík hefur unnið fjóra leiki í röð og er nú komið upp í 5. sæti með 8 stig. Njarðvík vann í kvöld sinn fyrsta leik síðan í fyrstu umferð og er með 4 stig í 10. sæti. Stigaskor og stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.
Njarðvík-KFÍ 103-72 (28-8, 24-24, 19-17, 32-23)
Stigaskor Njarðvíkur: Elvar Már Friðriksson 21/10 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 19, Marcus Van 17/9 fráköst, Nigel Moore 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 7, Oddur Birnir Pétursson 6/4 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 4/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 3/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 2, Magnús Már Traustason 2.
Grindavík-Stjarnan 90-86 (25-26, 23-15, 14-22, 28-23)
Stigaskor Grindavíkur: Aaron Broussard 24/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 19/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/6 fráköst, Samuel Zeglinski 14/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 11, Ómar Örn Sævarsson 5/12 fráköst, Davíð Ingi Bustion 1.
Keflavík-Skallagrímur 81-72 (21-22, 27-10, 18-22, 15-18)
Stigaskor Keflavíkur: Michael Craion 25/15 fráköst, Darrel Keith Lewis 20/7 fráköst, Stephen McDowell 18/5 fráköst/7 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 9/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6/4 fráköst, Ragnar Gerald Albertsson 2, Snorri Hrafnkelsson 1.
Staðan í Dominos-deildinni:
1 Snæfell 7 6 1 708 - 610 12
2 Grindavík 7 5 2 677 - 632 10
3 Stjarnan 7 5 2 652 - 601 10
4 Þór Þ. 6 4 2 561 - 508 8
5 Keflavík 7 4 3 589 - 575 8
6 Skallagrímur 6 3 3 500 - 484 6
7 Fjölnir 6 3 3 497 - 513 6
8 KR 6 3 3 503 - 521 6
9 ÍR 6 2 4 496 - 539 4
10 Njarðvík 7 2 5 600 - 622 4
11 KFÍ 7 2 5 568 - 690 4
12 Tindastóll 6 0 6 463 - 519 0