Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:39

ÓLI TRYGGÐI STIGIÐ MEÐ GLÆSISKOTI

Varamaðurinn Ólafur Ingólfsson tryggði Grindvíkingum dýrmætt stig í botnbaráttunni með glæsiskoti á 88. mínútu. Alveg eins og gegn Víkingum, fyrir skömmu, unnu Grindvíkingar upp tveggja marka forskot og voru líklegri á lokasekúndunum til að næla í öll þrjú stigin. Innkoma þeirra Hjálmar Hallgrímssonar, Ólafs Ingólfssonar og Sveins Ara Guðjónssonar á 61 mín. virkaði eins og vítamínsprauta á heimamenn og Stevo Vorkapic minnkaði muninn á 67 mín. eftir að mark hafði legið í loftinu í nokkra stund. Bæði lið fengu ágætis færi m.a. átti Kekic tvo góða skalla sem rötuðu ekki á rammann áður en Ólafur setti boltann af löngu færi yfir Ólaf Þór Gunnarsson, markvörð ÍA, og tryggði þeim skiptan hlut með sínu fyrsta marki í sumar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024