Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óli Stefán tekur við Grindavíkurliðinu
Óli Stefán t.v. tekur við Grindavíkurliðinu. Mynd/grindavik.is
Miðvikudagur 7. október 2015 kl. 18:38

Óli Stefán tekur við Grindavíkurliðinu

Þjálfaraskipti verða hjá 1. deildarliði Grindavíkur í knattspyrnu. Óli Stefán Flóventsson tekur við sem aðalþjálfari liðsins næsta sumar  af Tommy Nielsen. Reynsluboltinn Milan Stefán Jankovic verður honum til aðstoðar. Fótbolti.net greindi frá:

Tommy var með eins árs samning við Grindvíkinga og ákveðið hefur verið að framlengja hann ekki.

„Það er mikil eftirsjá í Tommy. Ég var mjög ánægður með hann og handbragð hans var faglegt,“ sagði Jónas.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Óli Stefán spilaði með Grindavík í mörg ár á sínum tíma en hann þjálfaði síðan Sindra á Höfn í Hornafirði.

Aðstoðarþjálfari Óla, Milan Stefán Jankovic þjálfaði meistaraflokk Grindavíkur um áraraðir og er öllum hnútum kunnugur eftir að hafa verið bæði sem leikmaður og þjálfari í Grindavík frá árinu 1992.

Grindavík endaði í 5. sæti í 1. deildinni í sumar með 36 stig en liðið sigldi lygnan sjó um miðja deild nánast allt tímabilið.