Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óli Stefán framlengir við Grindavík
Óli Stefáni ásamt Jónasi Þórhallssyni undirrita tveggja ára samstarfssamning
Sunnudagur 15. október 2017 kl. 11:26

Óli Stefán framlengir við Grindavík

Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson hefur framlengt samningi sínum við Grindavík til tveggja ára, hann hefur komið  að þjálfun Grindavíkur síðastliðin þrjú ár.

Óli Stefán var fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá Tommy Nielsen í Grindavík og síðan sem aðalþjálfari frá haustinu 2015 og hefur verið að gera góða hluti með liðið en Grindvíkingar enduðu í fimmta sæti Pepsi deildar karla í knattspyrnu í sumar eftir að þeim hafði verið spáð falli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024