Óli Gott semur við Torquay
Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi markvörður Keflavíkur í knattspyrnu mun leika með Torquay í 2. deild í Englandi það sem eftir lifir leiktíðar. Hann hefur dvalið í Englandi síðan honum var tjáð að starfskrafta hans væri ekki óskað og lék m.a. með utandeildarliðinu Margate.
Torquay er í þriðja neðsta sæti deildarinnar og hefur alls ekki gengið vel í upphafi leiktíðar.
Ólafur, sem lék 11 deildarleiki fyrir Keflavík í sumar, er 36 ára og hefur leikið sem atvinnumaður í með Hiberninan í Skotlandi og Brentford í Englandi og með Keflavík, Grindavík, KA, ÍA og KR á Íslandi. Hann á að baki níu A-landsleiki fyrir Íslands hönd.