Óli Baldur leggur skóna á hilluna
Sér um að halda Grindavíkurliðinu í formi
Óli Baldur Bjarnason hefur ákveðið að hætta að leika með Grindavík eftir að hafa leikið með meistaraflokki liðsins undanfarin átta ár. Þessi 27 ára gamli heimamaður verður þó áfram í herbúðum Grindavíkur í Pepsi-deildinni í sumar því hann er orðinn styrktarþjálfari þess.
„Óli Baldur er kominn á fullt í einkaþjálfun og er búinn að vera að læra nuddarann. Hann ákvað sökum anna að hætta með okkur og kemur inn í þjálfarateymið sem styrktarþjálfari og nuddari,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur við Fótbolta.net sem greinir frá.
Óli Baldur er sóknar og kantmaður en hann skoraði 22 mörk í 170 deildar- og bikarleikjum með Grindavík. Í fyrra skoraði hann eitt mark í fimmtán leikjum þegar liðið fór upp úr Pepsi-deildinni.