Óli Baldur í Reyni Sandgerði

Grindvíkingurinn Óli Baldur Bjarnason hefur skrifað undir samning við Reyni Sandgerði en Óli Baldur leikur sem framherji, hann lék með Grindavík í tveimur efstu deildunum þar sem hann er uppalinn. Fótbolti.net greinir frá þessu.

Óli Baldur lék með GG í 4. deildinni í fyrra þar sem hann skoraði sjö mörk en hann hefur ekki tekið upp takkaskóna í sumar, fyrr en núna. Reynir Sandgerði er á góðri siglingu í B-riðli 4. deildar og stefnir allt að því að liðið fari í úrslitakeppnina.