Fimmtudagur 20. júlí 2017 kl. 08:59
Ólafur Örn nýr leikmaður Þróttar
Ólafur Örn Eyjólfsson gekk nýlega í raðir Þróttar Vogum. Ólafur Örn er 23 ára kemur á lánssamningi frá HK út tímabilið. Hann hefur leikið með Fjarðarbyggð, KV auk HK. Ólafur Örn mun leika sinn fyrsta leik með Þrótti á móti Einherja á Vopnafirði á laugardaginn.