Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólafur Örn leggur skóna á hilluna
Föstudagur 20. september 2013 kl. 12:10

Ólafur Örn leggur skóna á hilluna

Endar sem bikarmeistari

Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en þetta staðfesti hann við vefsíðuna 433.is. Ólafur sem lék með Fram í sumar er uppalinn Grindvíkingur en hann lék um árabil sem atvinnumaður í Noregi og Svíþjóð.

„Það er kannski ekki hægt að hætta á betri hátt en eftir svona leik,“ sagði hinn 38 ára gamli Ólafur í samtali við 433.is. Hann stefnir á að fara aftur í þjálfun en hann var áður spilandi þjálfari Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ef eitthvað spennandi kemur upp þá mun ég skoða það. Ég lærði mikið á þessum tíma í Grindavík sem þjálfari, ég var að spila líka og það gerði verkefnið erfitt. Maður lærði helling af því sem maður gerði vitlaust þá.“

Ólafur á langan og farsælan feril að baki en hann lék 27 landsleiki fyrir A-landslið Íslands og var í atvinnumennsku í Svíþjóð og Noregi. Hann lék yfir 150 leiki fyrir Brann og varð meðal annars bikarmeistari með liðinu. Ólafur var einnig bikarmeistari með Fram í sumar og því endar hann feril sinn sem leikmaður á titli.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir úr safni Víkurfrétta frá ferli Ólafs.