Ólafur Örn komst áfram í Meistaradeildinni
Íslendingaliðið Brann er komið áfram í þriðju umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Með liðinu leikur Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason en liðið tapaði fyrir Vetspils frá Lettlandi, 2-1 í gær. Brann vann hins vegar fyrri leikinn 1-0 og fer því áfram á marki skoruðu á útivelli.
Árman Smári Björnsson kom inn á sem varamaður í hálfleik og fjórum mínútum síðar skoraði hann fyrir Noregsmeistaranna. Þetta mark reyndist að lokum úrslitamarkið. Fimm Íslendingar leika með Brann því auk Ármanns og Ólafar leika Gylfi Einarsson, Birkir Már Sævarsson og Kristján Örn Sigurðsson með liðinu.
Verðugt verkefni er nú framundan hjá Ólafi og félögum hans í Brann því þeir mæta franska liðinu Marseille þriðju umferð forkeppninnar. Það lið sem sigrar kemst áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Mynd: Það er erfitt verkefni fyrir höndum hjá Ólafi Erni en lið hans mætir Marseille í þriðju umferð forkeppninnar.