Ólafur Örn í hnéaðgerð
 Grindvíkingurinn, Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður norska liðsins Brann gengst undir aðgerð á hné í dag og verður frá æfingum og keppni næstu vikurnar. Mbl.is greinir frá þessu í dag.
Grindvíkingurinn, Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður norska liðsins Brann gengst undir aðgerð á hné í dag og verður frá æfingum og keppni næstu vikurnar. Mbl.is greinir frá þessu í dag.
Lagfæra á brjóskskemmdir í hnéi Ólafs en hann gat ekki tekið þátt í landsleiknum gegn S-Afríkumönnum fyrr í vikunni. Sveinbjörn Brandsson, læknir íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að aðgerðin sem Ólafur væri að fara í væri óumflýjanleg. 
Ólafur Örn verður því fjarri góðu gamni með liði Brann á morgun sem mætir Árna Gauti Arasyni og félögum hans í Vålerenga í 8-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar.
VF-mynd/ Ólafur (t.h.) í leik með íslenska landsliðinu gegn Króötum.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				