Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 30. september 2003 kl. 09:35

Ólafur Örn Bjarnason með tilboð frá Brann

Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindvíkinga í knattspyrnu og landsliðsmaður, fékk í gær samningstilboð frá norska úrvaldsdeildarliðinu Brann í Björgvin, að því er fram kemur á mbl.is. Forráðamenn Brann hrifust mjög af Ólafi þegar þeir sáu hann í leik Íslendinga og Þjóðverja á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum og í kjölfarið buðu þeir honum til viðræðna og að skoða aðstæður hjá félaginu. „Ég sat fund með stjórnarmönnum Brann í dag (í gær) og þar fékk ég í hendur tilboð frá félaginu sem hljóðar upp á þriggja ára samning. Ég ætla að nota næstu dagana til að skoða málið vandlega en helst vill ég draga fram yfir landsleikinn að gefa þeim svar. Mér líst mjög vel á allt sem félagið hefur upp á bjóða og það kemur sterklega til greina að fara til Brann," sagði Ólafur Örn við Morgunblaðið í gær.

Samningur Ólafs við Grindavík rennur út um áramótin en Grindvíkingar hafa þegar boðið honum nýjan þriggja ára samning.

Ólafur heldur í dag yfir til Englands þar sem hann kemur til með að æfa með Stoke fram að landsleiknum við Þjóðverja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024