Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Olafur Örn Bjarnason „Eins og bikarúrslitaleikur“
Föstudagur 30. september 2011 kl. 09:39

Olafur Örn Bjarnason „Eins og bikarúrslitaleikur“

„Undirbúningur okkar verður bara voðalega hefðbundinn og við munum lítið breyta út af vananum. Það gæti reyndar orðið leiðindaveður í Eyjum og því gætum við þurft að fara þangað fyrr en ætlað var,“ segir þjálfari Grindvíkinga, Ólafur Örn Bjarnason en Grindvíkingar eru í bullandi fallbaráttu fyrir lokaumferð Pepsi-deildar karla. Grindvíkingar héldu til Eyja í gær vegna veðursins sem er yfirvofandi, þeir hefðu jafnvel ekki komist sökum þess á laugardag.

Hvernig leggst leikurinn í Eyjum í þig?
„Þetta er bara eins og að spila bikarúrslitaleik. Það er bara einn leikur og það er allt eða ekkert, það er ekkert flóknara en það.“ Ólafur segist ekki ætla að breyta leik liðsins að neinu leyti enda hafi undanfarnir leikir verið jafnir og aðeins vantað herslumuninn til að sigrarnir hafi lent Grindavíkurmegin.
„Við höfum haft möguleika á að vinna nánast alla leiki en hefur vantað að klára þetta. Þú getur ekki farið að breyta þessu þótt að þú sért að fara til Eyja, við höldum okkur bara við það sem við höfum verið að gera og reynum að pota inn 2-3 mörkum.“

Hvað ef Grindvíkingar falla? „Þú verður bara að taka því eins og karlmaður ef að það gerist.“

„Ég hafði heyrt af því að bæjarbúar ætluðu að fjölmenna til Eyja en svo er eins og ég segi spáin ekki svo góð þannig að það getur verið snúið að komast til Eyja og jafnvel til baka. Annars var ég mjög sáttur við stuðninginn gegn Fram. Þar var sama sagan í þeim leik, þar vantaði oftast lokahnykkinn til að klára færin. Þeir nýttu sín betur en við.“

Ólafur sagði að lokum að hann vonaði að öllum gengi sem best og að vonadi myndu Suðurnesjaliðin halda sér uppi þegar að þessu lýkur um helgina.

VF-Mynd: Fer Ólafur niður á laugardag?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024