Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólafur Ólafsson í atvinnumennskuna
Mynd: Karfan.is.
Miðvikudagur 8. apríl 2015 kl. 08:41

Ólafur Ólafsson í atvinnumennskuna

Einn af bestu mönnum Grindavíkurliðsins.

Karfan.is greindi frá því í gærkvöldi að Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, hafi skrifað undir samning við franska liðið St. Clement og muni leika með þeim næsta vetur. Ólafur var einn af betri leikmönnum Grindavíkur í vetur og steig vel upp í fjarveru annarra lykilmanna. Brotthvarf Ólafs er augljós blóðtaka fyrir Grindvíkinga en maður kemur alltaf í manns stað og óskum við Ólafi góðs gengis á nýjum vettvangi. Ólafur var með 15 stig að meðaltali í leik í vetur og 7 fráköst. Hann setti ófáa stóra þrista eins og hann á kyn til en hann var með bestu þriggja stiga skotnýtingu allra leikmanna liðsins í vetur, 39,8%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024