Ólafur líklegast ekki með KR í kvöld
Fyrirliði KR-liðsins og óumdeildur leiðtogi þess, Ólafur Jón Ormsson, verður samkvæmt heimildum VF ekki með KR-liðinu í kvöld vegna meiðsla á ökkla.Samkvæmt upplýsingum sem VF bárust í dag þá varð Ólafur fyrir meiðslum í síðasta leik Hauka og KR í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og í ljós komið að meiðslin eru alvarlegri en í fyrstu var talið. Sé spjallsíða www.umfn.is skoðuð hafa aðdáendur Njarðvíkinga litla trú á meiðslasögum úr Vesturbænum og í ljósi meiðslayfirlýsinga úr herbúðum KR fyrir aðra leiki UMFN-KR í vetur verður forvitnilegt að sjá hvort upplýsingarnar reynast sannar að þessu sinni.