Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 12. september 2001 kl. 09:18

Ólafur Jökull vann aðra umferð Essó-körtumótsins

Ólafur Jökull fagnði sigri í 2. umferð Essó-körtumótsins en keppt var í flóðljósum í Reisbílabrautinni við Reykjanesbæ um helgina.
Brautin var hál vegna rigningar og þurftu ökumenn að sína lagni til að klára keppnina. Það kom þó fyrir að menn misstu bílana í snúning á brautinni vegna bleytunnar.
Í öðru sæti varð sigurvegari síðasta móts, Hafsteinn Sigurðsson og þriðji varð svo Sveinn Ólafsson.
Úrslit 2. umferðar Essó-reisbílamótsins urðu annars sem hér segir, þ.e. röð ökuþóranna á mark:

1. Ólafur Jökull Herbertsson, 20 hringir
2. Hafsteinn Sigurðsson 15,75 sek á eftir
3. Sveinn Ólafsson, 25,67 sek á eftir
4. Brynjólfur Einarsson, 26,93 sek á eftir
5. Karl Thoroddsen, 33,37 sek á eftir
6. Ari Axelsson, 47,55 sek á eftir
7. Valdimar Jóhannsson, hring á eftir
8. Egill Þórarinsson, hring á eftir
9. Ingibergur Kristjánsson, 2 hringjum á eftir
10. Hlynur Einarsson, 4 hringjum á eftir
11. Magnús Jóhannsson, 5 hringjum á eftir
12. Jón Ingi Þorvaldsson, féll úr leik
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024