Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólafur Helgi ekki með U-20 liði Íslands vegna meiðsla - Þríbrotnaði á úlnlið
Þriðjudagur 31. maí 2011 kl. 12:12

Ólafur Helgi ekki með U-20 liði Íslands vegna meiðsla - Þríbrotnaði á úlnlið


Ólafur Helgi Jónsson einn af efnilegri leikmönnum Njarðvíkinga í körfubolta meiddist illa í æfingarleik með U-20 landsliðinu og missir því af Norðurlandamótinu sem er framundan. Þetta er mikið áfall fyrir Ólaf og landsliðið en vonandi verður Ólafur orðinn heill heilsu þegar næsta tímabil hefst því honum er líklega ætlað stórt hlutverk í ungu Njarðvíkurliði. Ólafur ætlaði sér að troða boltanum í æfingarleik gegn Njarðvíkingum í gær en féll illa og lenti á vinstri hendi sem þríbrotnaði. Í samtali við Jón Júlíus Árnason formann körfuknattleiksdeildar UMFN segir hann útlitið aðeins bjartara en í fyrstu var talið og búist við því að Ólafur verði klár fyrir næsta tímabil.

VF-Mynd Eyþór: Ólafur hlaut Elfarsbikarinn á dögunum sem er veittur efnilegasta leikmanni UMFN úr yngri flokkum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024