Miðvikudagur 31. maí 2006 kl. 15:11
Ólafur hafði betur gegn Stefáni
Brann, lið Ólafs Arnar Bjarnasonar, í Noregi hafði betur gegn Lyn 2-0 s.l. sunnudag en Stefán Gíslason leikur með Lyn. Brann er nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig en Lyn hefur 11 stig í 12. sæti deildarinnar.