Ólafur Gottskálksson á förum frá enska 2. deildarliðinu Brentford
Ólafur Gottskálksson stendur á krossgötum. Þrátt fyrir gott gengi hjá enska knattspyrnufélaginu Brentford undanfarna 18 mánuði bendir flest til þess að hann sé á förum þaðan. Eigandi Brentford, Ron Noades, fékk Ólaf til félagsins frá Hibernian í Skotlandi á sínum tíma og samdi við hann en þykir nú sem hann hafi verið fullrausnarlegur við Íslendinginn í launum.
Miðað við fréttir í enskum fjölmiðlum að undanförnu þarf Ólafur ekki að óttast um sinn hag. Frammistaða hans með Brentford hefur vakið athygli og allmörg félög í Englandi virðast hafa hug á að fá hann í sínar raðir. Wigan, Stoke og Tranmere, sem öll leika í 2. deild, hafa verið nefnd til sögunnar, og það nýjasta er að Luton Town, næstefsta lið 3. deildar, og Leyton Orient, sem er neðar í sömu deild, hafa bæst í hópinn. Ítarlegt viðtal við Ólaf er að finna á íþróttavef Morgunblaðsins í dag.
Miðað við fréttir í enskum fjölmiðlum að undanförnu þarf Ólafur ekki að óttast um sinn hag. Frammistaða hans með Brentford hefur vakið athygli og allmörg félög í Englandi virðast hafa hug á að fá hann í sínar raðir. Wigan, Stoke og Tranmere, sem öll leika í 2. deild, hafa verið nefnd til sögunnar, og það nýjasta er að Luton Town, næstefsta lið 3. deildar, og Leyton Orient, sem er neðar í sömu deild, hafa bæst í hópinn. Ítarlegt viðtal við Ólaf er að finna á íþróttavef Morgunblaðsins í dag.