Ólafur gengur til liðs við Grindvíkinga
Kominn aftur heim eftir atvinnumennsku í Frakklandi
Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í körfuboltanum en heimamaðurinn Ólafur Ólafsson er á heimleið eftir veru í Frakklandi. Frá þessu er greint á vefsíðu félagsins. Ólafur var lykilmaður í liði Grindvíkinga áður en hann hélt í atvinnumennsku í Frakklandi á sínum tíma. Eftir að Grindvíkingar misstu Jón Axel Guðmundsson til Bandaríkjanna og Jóhann Árna Ólafsson til Njarðvíkur, er þetta kærkomin viðbót fyrir næsta tímabil.