Heklan
Heklan

Íþróttir

Ólafur gengur til liðs við Grindvíkinga
Ólafur ritaði undir samning núna í hádeginu.
Miðvikudagur 8. júní 2016 kl. 14:01

Ólafur gengur til liðs við Grindvíkinga

Kominn aftur heim eftir atvinnumennsku í Frakklandi

Grindvíkingar hafa fengið mikinn liðstyrk í körfuboltanum en heimamaðurinn Ólafur Ólafsson er á heimleið eftir veru í Frakklandi. Frá þessu er greint á vefsíðu félagsins. Ólafur var lykilmaður í liði Grindvíkinga áður en hann hélt í atvinnumennsku í Frakklandi á sínum tíma. Eftir að Grindvíkingar misstu Jón Axel Guðmundsson til Bandaríkjanna og Jóhann Árna Ólafsson til Njarðvíkur, er þetta kærkomin viðbót fyrir næsta tímabil.

 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25