Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ólafur fór á kostum í sigri Grindavíkur
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 19. mars 2023 kl. 11:11

Ólafur fór á kostum í sigri Grindavíkur

Ólafur Ólafsson fór mikinn í sigri Grindvíkinga á Breiðabliki í Subway-deildar karla í körfubolta á föstudagskvöld en þetta var þriðji sigur Suðurnesjaliðsins sem er líklega öruggt með sæti í úrslitakeppninni.

Grindvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru með 17 stiga sigur að loknum fyrsta leikhluta. Heimamenn í Kópavogi náðu að minnka muninn í næstu tveimur en ekki nóg. Grindvíkingar léku vel og Óli fór fyrir liðinu eins og alvöru leiðtogar gera. Þegar yfir lauk hafði kappinn skorað 30 stig, tekið 12 fráköst og gefið 5 stoðsendingar. Sérfræðingar í Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sport áttu ekki orð yfir frammistöðu Óla og segja hann aldrei hafa leikið betur. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Breiðablik-Grindavík  103-112 (15-32, 28-24, 36-32, 24-24)

Grindavík : Ólafur Ólafsson 30/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gkay Gaios Skordilis 24/13 fráköst/6 stoðsendingar, Damier Erik Pitts 23/6 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 12, Zoran Vrkic 11/7 fráköst, Bragi Guðmundsson 7, Magnús Engill Valgeirsson 5, Nökkvi Már Nökkvason 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Valdas Vasylius 0, Arnór Tristan Helgason 0, Jón Eyjólfur Stefánsson 0.

Breiðablik: Julio Calver De Assis Afonso 23/7 fráköst, Everage Lee Richardson 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jeremy Herbert Smith 19/4 fráköst/7 stoðsendingar, Danero Thomas 16/5 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 11, Clayton Riggs Ladine 7/4 fráköst, Sigurður Pétursson 6, Aron Elvar Dagsson 0, Veigar Elí Grétarsson 0, Sölvi Ólason 0, Arnar Freyr Tandrason 0, Egill Vignisson 0.