Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ökuþórar af Suðurnesjum gera það gott
Fimmtudagur 12. ágúst 2004 kl. 09:13

Ökuþórar af Suðurnesjum gera það gott

Gylfi Freyr Guðmundsson og Sara Ómarsdóttir sigruðu bæði í sínum flokki á Motocrossmóti sem fór fram á Ólafsvík um síðustu helgi.

Gylfi sigraði örugglega í B-flokki þar sem hann lenti í fyrsta sæti í tveimur umferðum af þremur og leiðir hann nú Íslandsmótið þegar ein keppni er eftir.

Sara er einnig efst á Íslandsmótinu í kvennaflokki, en Aron bróðir hennar, sem var efstur í unglingaflokki, meiddist á dögunum og gæti því misst af titlinum þetta árið.
Mynd/Aron Ómarsson: Gylfi sýnir tilþrif í loftinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024