Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Okkur skorti liðsbrag,“ sagði Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur
Mánudagur 21. mars 2011 kl. 15:11

„Okkur skorti liðsbrag,“ sagði Einar Árni, þjálfari Njarðvíkur

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði úrslitakeppnina að þeirra hálfu vonbrigði. „Keppnismenn ætla sér ekkert út í fyrstu umferð en ef horft er á deildina í heild sinni þá var skynsamast fyrir klúbbinn að reyna að halda sér uppi, eins sárt og það hljómar,“ sagði Einar Árni en Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Pétur Ragnarsson tóku við liðinu eftir að Sigurður Ingimundarson sagði af sér sem þjálfari og var liðið í slæmri stöðu í deildinni.

„Úrslitakeppnin er ný keppni og menn ætluðu að koma á óvart. En það má segja að það hafi sést langar leiðir að Njarðvíkurliðið er ekki eins rútínerað og KR. Þetta er mjög nýtt lið og tekur það tíma að samstilla nýtt lið.“ sagði Einar. „Án þess að presónugera það sem upp á vantaði, þá skorti okkur liðsbrag. Við vorum mjög óstabílir varnarlega og kom fyrir að við vorum einfaldlega bara lélegir. En gegn KR, þá spiluðu þeir betur og unnu þetta einvígi verðskuldað.“

En hvernig verður framhaldið? „Það er ekkert komið á það stig að menn séu farnir að skoða framhaldið. Við tæklum það bara þegar að því kemur. Í gær ætluðu menn sér að fara spila á miðvikudaginn og eru enn að jafna sig eftir leikinn í gær.“

Einar sagði úrslitakeppnina hafa orðið betri og betri með hverju árinu sem líður og átti í erfiðleikum með að spá fyrir um úrslit keppninnar. „Ég verð ekkert hissa þó Keflvík og KR rimman fari í fimm leiki en tel nokkuð öruggt að Keflavík komist áfram. Einnig hafa Snæfell verið góðir þrátt fyrir miklar breytingar í þeirra liði og held ég að úrslitarimman fari einnig í fimm leiki, hvort sem það verður KR eða Keflavík. Þetta eru þau lið sem eru hvað sterkust í dag.“

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024