Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ójöfn hlutskipti Suðurnesjaliðanna í kvöld
Hart var barist í Keflavík í kvöld
Miðvikudagur 11. mars 2015 kl. 21:54

Ójöfn hlutskipti Suðurnesjaliðanna í kvöld

Heil umferð fór fram í Domino´s deild kvenna í kvöld. Suðurnesjaliðin áttu misgóðu gengi að fagna þar sem að Keflvíkingar nældu í góðan sigur á KR en Grindvíkingar máttu þola tap gegn sterku Haukaliði í Röstinni.

Kanalausar Keflavíkurstúlkur gerðu það sem til þurfti til að leggja KR-inga í TM höllinni í hörkuleik þar sem að bilið á milli liðanna varð aldrei mikið. Lokatölur 85-77 fyrir Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sara Rún Hinriksdóttir (20 stig/5 fráköst), Sandra Lind Þrastardóttir (13 stig/10 fráköst/6 stoðsendingar) og Ingunn Embla Kristínardóttir drógu vagninn fyrir heimamenn sem máttu ekki við tapi ef gera ætti atlögu að deildarmeistaratitlinum sem lið Snæfells er farið að sjá glitta í. 

Lele Hardy heldur áfram að vera Suðurnesjaliðum erfiður ljár í þúfu en þessi frábæri leikmaður reyndist númeri of stór fyrir Grindavíkurstúlkur og yfirgaf Röstina með 36 stig, 22 fráköst og 7 stoðsendingar í rassvasanum í 69-80 sigri Hauka. Þar með nálgast Haukar Grindvíkinga og munar ekki nema 2 stigum á liðunum í 3. og 4. sæti deildarinnar.

Kristina King (22 stig/7 fráköst), Petrúnella Skúladóttir (12 stig/10 fráköst/6 stoðsendingar) og Pálína Guðlaugsdóttir 12 stig/5 fráköst) voru atkvæðamestar í liði Grindavíkur.