Óhress með Ljónahjörðina
Ljónagryfjan hefur verið erfiður gestaliðum í gegnum tíðina enda hafa Njarðvíkingar ávallt stutt vel við liðið sitt. Í gær var allt annað uppi á teningnum og stemmningin var talsvert meiri Keflavíkurmegin en hjá heimaliðinu Njarðvík.
Magnús Orri Lárusson var hás eftir að hafa hvatt Njarðvíkurkonur áfram en hann var óhress með félaga sína í Ljónahjörðinni, stuðningsmenn Njarðvíkinga, sem létu sig vanta á svo mikilvægan leik.
Magnús var vonsvikinn þegar hann ræddi við Jóhann Pál Kristbjörnsson, fréttamann Víkurfrétta, eftir leikinn í gær. Viðtalið er í spilaranum hér að neðan.