Ögurstund hjá Geirfuglum á sunnudaginn
Knattspyrnuliðið Geirfuglar frá Keflavík geta tryggt sér sæti í úrslitakeppni Reusch-utandeildarinnar í leik gegn Nings á Ásvöllum á sunnudaginn.
Geirfuglarnir eru sem stendur í öðru sæti D-riðils þegar einn leikur er eftir í riðlakeppninni og gætu jafnvel náð toppsætinu ef önnur úrslit verða hagstæð. Tvö efstu liðin komast áfram.
Geirfuglarnir unnu góðan sigur á FC Fist í síðasta leik, 4-1, og virðast til alls líklegir á lokasprettinum.
Geirfuglar vilja hvetja alla Suðurnesjamenn til að mæta á völlinn og hvetja sína menn og enda þannig frábæra Ljósanæturhelgi.
Geirfuglarnir eru sem stendur í öðru sæti D-riðils þegar einn leikur er eftir í riðlakeppninni og gætu jafnvel náð toppsætinu ef önnur úrslit verða hagstæð. Tvö efstu liðin komast áfram.
Geirfuglarnir unnu góðan sigur á FC Fist í síðasta leik, 4-1, og virðast til alls líklegir á lokasprettinum.
Geirfuglar vilja hvetja alla Suðurnesjamenn til að mæta á völlinn og hvetja sína menn og enda þannig frábæra Ljósanæturhelgi.