Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:40

ÖGRUN AÐ KOMA KEFLAVÍK Á TOPPINN AFTUR

Njarðvíkingurinn Kristinn Einarsson, sem lagði skóna á hilluna eftir að hafa orðið Íslandsmeistari 1998, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflvíkinga í körfuknattleik. „Mér lýst vel á verkefnið og veturinn. Það er ákveðin ögrun að taka við liðinu á þessum tímapunkti, eftir fyrsta titillausa tímabilið í manna minnum. Við höfum fengið góðan liðsstyrk, endurheimtum þær Erlu Þorsteinsdóttur og Sylvíu Húnfjörð og fengum einnig til liðs við okkur landsliðsmanninn Öldu Leif Jónsdóttur úr ÍS. Eins og staðan er verður stefnan einfaldlega sett á alla titla í boði. Jafnframt tel ég litla þörf fyrir útlending sleppi lykilleikmenn við meiðsli. Mér sýnist á öllu að KR-ingar verði helstu keppinautarnir en veturinn verður án efa skemmtilegur þar sem fleiri lið eru í deildinni en undanfarin ár.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024