Ofur-hlaup um Suðurnesin öðru sinni
80 km á tveimur dögum með búnað á bakinu
Svokallað Original Mountain Marathon hlaup (OMM) var haldið á Íslandi um miðjan maí á síðasta ári í sól og blíðu. Tókst hlaupið það vel til að aðstandendur hlaupsins hafa ákveðið að OMM á Ísland verði árlegur atburður. OMM er gríðarlega vinsælt í Bretlandi og eru meðlimir þar um 28.000 þúsund. Á hverju ári taka 3.000 manns þátt í stærsta atburðinum sem haldinn er í Bretlandi í október. Original Mountain Marathon hlaup er mjög erfitt, en farnir eru 80 km á 2 dögum í tveggja manna liði og þurfa þátttakendur að bera allan farangur þe. tjald, svefnpoka, mat osfrv. þar sem gist er í tjaldi á leiðinni.
Að þessu sinni fer hlaupið fram á Suðurnesjum líkt og í fyrra en það hefst á tjaldsvæðinu í Grindavík á föstudag og líkur við Bláa Lónið á sunnudag. Nánari upplýsingar um hlaupaleiðina eru ekki gefnar upp fyrr en andartökum fyrir hlaupið.
Dagskrá hlaups:
Föstudagur 24. maí - Undirbúningur
Skráning opin frá kl. 17.00 til kl. 23.00.
Keppendur mæta á tjaldstæðið í Grindavík til að sækja keppnisgögn, þar á meðal kort af svæðinu og upplýsingar um hverja stöð. Gist er á föstudagskvöld á tjaldstæðinu í Grindavík.
Laugardagur 25. maí - Dagur 1
Eins og í öllum OMM keppnum er hlaupaleiðin og nánari upplýsingar um hlaupið ekki gefnar upp fyrr en rétt fyrir keppni. Núna eru eingöngu gefnar upplýsingar um rássvæðið og hvar keppninni lýkur.
Mæting er milli 7.30-8.00 en fyrstu hlauparar eru ræstir kl. 08.00 og síðan koll af kolli með með stuttu millibili.
Rásmarkið er í göngufæri frá tjaldstæðinu í Grindavík.
Liðin fá upplýsingar um vægi hverrar stöðvar.
Keppendur hafa 7 klukkutíma til að komast að sem flestum skráningarstöðvum. Eftir 7 klukkutíma fá þeir refsistig fyrir hverja mínútu sem líður, þe. tekin eru 2 stig af liðinu.
Sunnudagur 26. maí - Dagur 2
Keppendur hafa 5 klukkutíma til að komast að sem flestum skráningarstöðvum á kortinu. Eins og á laugardag eftir að 5 klukkutímar eru liðnir verða 2 stig tekin af liðinu fyrir hverja mínútu sem líður.
Hlaupið endar í Bláa Lóninu þar sem tekið verður á móti keppendum með hressingu og allir hafa tækifæri að skella sér í Lónið.
Keppnisgjald
Verð er 16.900 kr á mann eða 33.800 kr. fyrir lið.
Innifalið í keppnisgjaldi
• Kort af svæðinu
• Stöðvarkort
• Tjaldstæði föstudags- og laugardagskvöld
• Tímataka
• Skráningarkort til að skrá sönnun þess að þú hafir heimsótt hverja stöð
• Upplýsingar
• Aðgangur í Bláa Lónið
• Hressing í Bláa Lóninu þegar komið er í mark
Útivistarvörur frá OMM í verðlaun fyrir hvern flokk