Öflugir Njarðvíkingar landa titli
Njarðvíkingar urðu fyrr í dag bikarmeistarar í 11. flokki karla þegar þeir unnu 8 stiga sigur, 57-49, á Val í spennandi úrslitaleik. Það var jafnt á flestum tölum en Njarðvíkingurinn Ragnar Ólafsson gerði út um leikinn í lokin með því að skora 8 af 15 stigum sínum á lokamínútunum sem Njarðvík vann 13-5.
Ragnar endaði leikinn með 15 stig, 8 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Hjörtur Hrafn Einarsson var stigahæstur hjá Njarðvík með 20 stig auk 6 frákasta og 5 stolna bolta og þá gerði Friðrik Óskarsson 11 stig og Rúnar Erlingsson var með 6 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta.
Það má geta þess að í Njarðvíkurliðinu eru aðeins tveir leikmenn sem eru á réttum aldri þar sem kjarni liðsins er úr 10.flokki, og þeir leika aftur í Bikarúrslitum á morgun gegn Snæfell og hefst sá leikur klukkan 11.15.