Öflugar stelpur í taekwondo

Taekwondodeild Keflavíkur hélt á dögunum sérstaka æfingu ætlaða fyrir stelpur. Mæting var góð og þótti æfingin heppnast mjög vel. Victoría Ósk Anítudóttir, Íslandsmeistari, taekwondokona Keflavíkur og nýkrýndur íþróttamaður Sandgerðis stjórnaði æfingunni en þar er á ferðinni öflug íþróttakona.