Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Öflug liðsvörn Keflavíkurkvenna skilaði öruggum sigri
Laugardagur 10. desember 2016 kl. 20:51

Öflug liðsvörn Keflavíkurkvenna skilaði öruggum sigri

Grindavík tapaði naumt gegn Val

Keflavík hafði öruggan sigur á grönnum sínum frá Njarðvík í Dominos deild kvenna, 79-59 og Grindavík tapaði naumt gegn Val, 66-69.

Keflavík byrjaði leikinn með pressuvörn og náðu að koma sér í þægilega stöðu. Njarðvík náði aldrei að jafna en minnkuðu þó muninn niður í þrjú stig. Nær hleyptu Keflvíkingar þeim ekki, en það má segja að helsta leynivopn Keflvíkinga sé þessi geysisterka liðsvörn sem þær spila. Allar í toppformi og ná þannig að þreyta andstæðinga sína. Niðurstaða leiksins tuttugu stiga sigur Keflvíkinga.

Public deli
Public deli

Hjá Keflavík var Emelía Ósk Gunnarsdóttir stigahæst með 14 stig, 13 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Thelma Dís Ágústsdóttir tók 14 fráköst og skoraði 10 stig og Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 13 stig og tók 4 fráköst. Hjá Njarðvík var Carmen Tyson-Thomas með 39 stig og 17 fráköst. María Jónsdóttir tók 7 fráköst og skoraði 5 stig og Björk Gunnarsdóttir tók 7 fráköst og skoraði 6 stig.

Í Grindavík tóku heimakonur á móti Val. Leikurinn var nokkuð jafn og var staðan í hálfleik 27-33, Val í vil. Þegar örfáar mínútur voru eftir af leiknum og Valur var með 11 stiga forskot tóku Grindvíkingar sprett og náðu að minnka muninn niður í tvö stig með fimmtán sekúndur eftir. Nær komust þær ekki og voru lokatölur 66-69.

Stigahæst Valskvenna var Mia Loyd með 30 stig og heil 21 fráköst. Elín Hrafnkelsdóttir tók 13 fráköst og skoraði 8 stig. Hjá Grindavík var Ashley Grimes með 27 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar. María Ben Erlingsdóttir skoraði 16 stig og tók 5 fráköst.