Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öflug liðsvörn Keflavíkurkvenna skilaði öruggum sigri
Laugardagur 10. desember 2016 kl. 20:51

Öflug liðsvörn Keflavíkurkvenna skilaði öruggum sigri

Grindavík tapaði naumt gegn Val

Keflavík hafði öruggan sigur á grönnum sínum frá Njarðvík í Dominos deild kvenna, 79-59 og Grindavík tapaði naumt gegn Val, 66-69.

Keflavík byrjaði leikinn með pressuvörn og náðu að koma sér í þægilega stöðu. Njarðvík náði aldrei að jafna en minnkuðu þó muninn niður í þrjú stig. Nær hleyptu Keflvíkingar þeim ekki, en það má segja að helsta leynivopn Keflvíkinga sé þessi geysisterka liðsvörn sem þær spila. Allar í toppformi og ná þannig að þreyta andstæðinga sína. Niðurstaða leiksins tuttugu stiga sigur Keflvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Keflavík var Emelía Ósk Gunnarsdóttir stigahæst með 14 stig, 13 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Thelma Dís Ágústsdóttir tók 14 fráköst og skoraði 10 stig og Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 13 stig og tók 4 fráköst. Hjá Njarðvík var Carmen Tyson-Thomas með 39 stig og 17 fráköst. María Jónsdóttir tók 7 fráköst og skoraði 5 stig og Björk Gunnarsdóttir tók 7 fráköst og skoraði 6 stig.

Í Grindavík tóku heimakonur á móti Val. Leikurinn var nokkuð jafn og var staðan í hálfleik 27-33, Val í vil. Þegar örfáar mínútur voru eftir af leiknum og Valur var með 11 stiga forskot tóku Grindvíkingar sprett og náðu að minnka muninn niður í tvö stig með fimmtán sekúndur eftir. Nær komust þær ekki og voru lokatölur 66-69.

Stigahæst Valskvenna var Mia Loyd með 30 stig og heil 21 fráköst. Elín Hrafnkelsdóttir tók 13 fráköst og skoraði 8 stig. Hjá Grindavík var Ashley Grimes með 27 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar. María Ben Erlingsdóttir skoraði 16 stig og tók 5 fráköst.