Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óðinn og Gerður best í Grindavík
Miðvikudagur 27. september 2006 kl. 15:27

Óðinn og Gerður best í Grindavík

Lokahóf knattspyrnudeildar Grindavíkur fór fram s.l. laugardagskvöld og voru veitt verðlaun í 2. flokkiog meistara flokki karla og kvenna.

Í meistaraflokki karla var Jóhann Helgason valinn efnilegasti leikmaðurinn, Jóhann Þórhallsson var markahæstur og fyrirliðinn Óðinn Árnason var valinn bestur af leikmönnum Grindavíkurliðsins. Í öðru sæti var Jóhann Þórhallsson og David Hannah var þriðji.

Alexander Þórarinsson var bestur í 2. flokki karla, Guðmundur Atli Steinþórsson var markahæstur og Jósef Jósefsson var valinn efnilegastur.

Gerður Björg Jónasdóttir var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna og Þórkatla Sif Albertsdóttir var markahæst og jafnframt efnilegust.

Hjá 2. flokki kvenna var Margrét Albertsdóttir valin besti leikmaðurinn, Linda Ósk Kjartansdóttir var efnilegust og verðlaun fyrir mestu framfarir fékk Berglind Anna Magnúsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir var markahæst.

VF-myndir/ Þorsteinn Kristjánsson

 

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024