Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óðinn Árnason til Fram?
Föstudagur 10. nóvember 2006 kl. 21:15

Óðinn Árnason til Fram?

Óðinn Árnason, miðvörður og fyrirliði knattspyrnuliðs Grindvíkinga, hefur ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Fram. Þetta hefur vefmiðillinn fotbolti.net eftir áreiðanlegum heimildum.

Nokkuð ljóst þótti að Óðinn myndi yfirgefa Grindavík eftir að liðið féll niður um deild í haust. Þessi vaski Norðanmaður hefur vakið verskuldaða athygli á síðustu árum fyrir vasklega framgöngu og er næsta víst að hann mun styrkja hóp Framara ef af verður.

 

VF-Mynd/Þorgils

 

 

www.fotbolti.net

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024