Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Oddur Rúnar frá í 5 vikur
Þriðjudagur 18. október 2016 kl. 14:28

Oddur Rúnar frá í 5 vikur

Oddur Rúnar Kristjánsson, leikmaður Njarðvíkur í Dominos deild karla er meiddur og verður frá næstu 5 vikurnar. Hann tognaði illa á ökkla á æfingu en er ekki með slitin liðbönd eins og óttast var. 

Stefan Bonneau er enn stirður í hásin eftir að hafa slitið hana og er í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfara. Að sögn Gunnars Örlygssonar, formanns Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, mun koma í ljós síðar í vikunni hvort Bonneau verði orðinn leikfær á föstudaginn. „Við tökum enga áhættu en það skýrist á næstu dögum hvort hann verði með í leiknum gegn Stjörnunni,“ segir Gunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024