Oddur aftur í Njarðvík
Oddur Birnir Pétursson skrifaði í gær undir eins árs samning við Njarðvíkinga eftir dvöl hjá Valsmönnum um tíma í úrvalsdeildinni í körfubolta. Njarðvíkingar framlengdu einnig samninga við leikmenn, en þeir Hjörtur Hrafn Einarsson og Ágúst Orrason sömdu við liðið. Karfan.is greinir frá.
Oddur Birnir sem er uppalinn Njarðvíkingur lék 18 leiki með Val í Domino´s deild karla þar sem hann var með 5,2 stig og 4,4 fráköst að meðaltali í leik. Hinn 25 ára gamli Hjörtur Hrafn var með 7,9 stig og 3,3 fráköst hjá Njarðvíkingum í vetur og byrjunarliðsmaður. Ágúst Orrason hefur getið sér gott orð sem skytta og kom með 6,9 stig og 2,3 fráköst inn í Njarðvíkurliðið á síðasta tímabili.