Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Oddaleikur um titilinn í Vesturbænum
Fimmtudagur 27. apríl 2017 kl. 20:55

Oddaleikur um titilinn í Vesturbænum

Grindvíkingar lögðu KR 79:66 á heimavelli

Það verður oddaleikur í Vesturbænum á sunnudag þar sem ræðst hvort Grindavík eða KR fagni Íslandstitlinum í körfubolta karla. Þetta varð ljóst eftir sigur 79:66 Grindvíkinga á heimavelli sínum í kvöld fyrir troðfullu húsi. Leikgleði og gífurleg stemning í Röstinni og sigurinn magnaður hjá gulum. 

Grindvíkingar voru alltaf skrefi framar en ólíkt síðasta heimaleik þá heldu þeir út og lönduðu sterkum sigri gegn KR-liði sem komið var í 2-0 í einvíginu. Það er augljóst að Grindvíkingar hafa fundið veikleika KR-inga og nýta sér á til fulls.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar leiddu með sex stigum þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Munurinn var kominn upp í 12 stig innan við mínútu síðar og gula stúkan réð sér ekki fyrir kæti. Stemningin rafmögnuð. Staðan 68:56 og 4:02 á klukkunni.

Lewis Clinch fór hamförum á þessum tímapunkti og réðu KR-ingar ekkert við hann. Munurinn fór í 15 stig þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, 75:60 og staðan ansi vænleg fyrir heimamenn. Eftirleikurinn var svo fremur auðveldur fyrir heimamenn í Grindavík og áhorfendur sungu „Grindavík er okkar,“ í stúkunni og vísuðu þar í slagara Emmsjé Gauta og Grindvíkingsins Björn Vals Pálssonar. 


Grindavík-KR 79-66 (20-15, 22-18, 12-17, 25-16)

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 21/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16, Dagur Kár Jónsson 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 10/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 9, Ólafur Ólafsson 6/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 5/10 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Hamid Dicko 0.

KR: Philip Alawoya 19/11 fráköst, Pavel Ermolinskij 16/10 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Arnór Stefánsson 14/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 7, Kristófer Acox 5, Darri Hilmarsson 4/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 1, Arnór Hermannsson 0, Orri Hilmarsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 0, Sigurður Á. Þorvaldsson 0.