Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Oddaleikur í Sláturhúsinu á skírdag
Mánudagur 10. apríl 2017 kl. 21:07

Oddaleikur í Sláturhúsinu á skírdag

Skallagrímskonur jöfnuðu í 2-2

Oddaleikur er framundan á skírdag í Keflavík eftir að Skallagrímskonur unnu sigur í Fjósinu í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. Lokatölur 77-68 þar sem Tavelyn Tillman skoraði 36 stig fyrir Skallagrím.

Hjá Keflavík voru Ariana Moorer og Thelma Dís atkvæðamestar en gestirnir áttu í nokkrum vandræðum með sterka vörn Skallagríms lengi framan af en náðu sér á strik í sókninni í lokaleikhlutanum. Borgnesingar leiddu 38-27 í hálfleik en Keflvíkingar tóku við sér í síðari hálfleik en það dugði ekki til. Sigurliðið á fimmtudag mætir Snæfell í úrslitum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skallagrímur-Keflavík 77-68 (20-14, 18-13, 12-16, 27-25)

Skallagrímur: Tavelyn Tillman 36, Fanney Lind Thomas 10/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn  Ámundadóttir 10/10 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 5, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Gunnhildur Lind Hansdóttir 0, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Þórunn Birta Þórðardóttir 0.

Keflavík: Ariana Moorer 19/12 fráköst/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/8 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 12/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/5 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.