Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Oddaleikur í kvöld hjá Keflavík
Þriðjudagur 16. apríl 2013 kl. 07:10

Oddaleikur í kvöld hjá Keflavík

Nú er að duga eða drepast

Keflavíkurstúlkur taka á móti Val í oddaleik í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í körfubolta á heimavelli sínum í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-2 þar sem bæði lið hafa unnið sína tvo útileiki. Nú verða Keflvíkingar að snúa spilinu við og vinna í Toyotahöllinni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 en áður verður grillið tendrað til þess að rífa upp stemninguna. 

Aðstoðarþjálfarar liðsins þær Erla Reynisdóttir og Marín Rós Karlsdóttir hafa lofað sérstakri danssýningu ef fleiri en 500 áhorfendur mæta á leikinn. Fyrir síðasta heimaleik höfðu þær lofað því að syngja slagara Adele í hálfleik en því miður mættu aðeins 499 manns á þann leik. Nú er að ná 500 manns í kofann og fá stelpurnar til þess að spreyta sig á stóra sviðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Marín er hér fyrir miðri mynd og Erla er efst til vinstri. Þær eru þekktar fyrir að láta vel í sér heyra en það er spurning hvort þær séu liprar á parketinu án körfuboltans.