Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Oddaleikur hjá Grindvíkingum í kvöld
Mánudagur 11. apríl 2016 kl. 15:38

Oddaleikur hjá Grindvíkingum í kvöld

Eftir að Grindavík tapaði fyrir Haukum í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrvalsdeild kvenna á föstudaginn, þá er komið að oddaleik liðanna á Ásvöllum í kvöld kl. 19:15. Sigurliðið mætir Snæfelli í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík hefur ekki komist í úrslitaeinvígi um titilinn síðan 2005.

Grindavík vann tvo fyrstu leikina í einvíginu en Haukar eru búnir að jafna metinn. Það er ljóst að Grindavík þarf meira framlag frá bandarískum leikmanni liðsins í kvöld til þess að knýja fram sigur. En Grindavíkurliðið er öflugt og hefur alla burði til þess að slá deildarmeistara Hauka út, segir á vef Grindavíkurbæjar.

Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna í íþróttahúsið á Ásvöllum í kvöld og styðja við bakið á stelpunum.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024