Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Oddaleikir í kvöld
Þriðjudagur 16. mars 2004 kl. 11:30

Oddaleikir í kvöld

Í kvöld fara fram oddaleikirnir í 8-liða úrslitum Intersport-deildarinnar. Grindvíkingar mæta KR á heimavelli sínum og Keflavík fær Tindastól í heimsókn.

Grindvíkingar töpuðu óvænt í fyrsta leiknum gegn KR á heimavelli sínum, en komu ákveðnir til leiks í vesturbænum í annan leikinn og tryggðu sér oddaleik með stórsigri.

Keflvíkingar féllu enn og aftur í útileikjagryfjuna þegar þeir töpuðu öðrum leiknum á móti Tindastóli eftir að hafa unnið heimaleikinn nokkuð sannfærandi. Búist er við því að Nick Boyd verði orðinn leikfær með Stólunum, en hann lékk ekki í fyrstu tveimur leikjunum sökum meiðsla.

Báðir leikirnir hefjast kl. 19.15 í kvöld og eru allir hvattir til að mæta á völlinn og styða sína menn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024