Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Óbreytt á toppnum í Inkasso eftir fjörugt jafntefli
Keflvíkingar fagna þriðja marki sínu í kvöld. Það dugði ekki til og jafntefli varð niðurstaðan. VF-mynd: Hilmar Bragi
Fimmtudagur 27. júlí 2017 kl. 21:51

Óbreytt á toppnum í Inkasso eftir fjörugt jafntefli

Það var heldur betur stuð í Keflavík í kvöld þar sem Keflavík og Fylkir mættust í toppslag Inkassodeildarinnar á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Jafntefli var niðurstaðan í miklum markaleik, þar sem sex mörk voru skoruð.
 
Keflvíkingar voru alltaf fyrri til að setja boltann í netið og náðu forystunni þrisvar í leiknum. Allt stefndi í keflvískan sigur en Fylkismenn jöfnuðu  á lokamínútunum og úrslitin urðu 3:3.
 
Mar­ko Ni­kolic skoraði fyrsta mark Keflvíkinga á 23. mínútu og Lasse Rise bætti við tveimur, fyrra markinu á 64. mínútu og því síðara tíu mínútum síðar.
 
Ragnar Bragi Sveinsson skoraði tvö mörk fyrir Fylki og Albert B. Ingason eitt mark.
 
Staðan eftir leikinn er því óbreytt á toppi deildarinnar þar sem Fylkir leiðir með tveggja stiga forystu.
 
Public deli
Public deli