Ó Keflavík, er betri tíð í vændum?
Gengi Keflavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu hefur valdið miklum vonbrigðum að undanförnu. Eftir sterka byrjun í Íslandsmótinu hefur leikur liðsins dalað verulega og hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur mátt glíma við sinn skerf af meiðslum. Þeir Ómar Jóhannsson, Branislav Milicevic og Nicolai Jörgensen verða ekki með í kvöld sökum meiðsla.
Keflavík mætir Fram á Laugardalsvelli í kvöld og hefst leikurinn kl. 20:00. Keflavík hefur 18 stig í 6. sæti deildarinnar en Fram hefur verið að leika vel að undanförnu og er með 12 stig í níunda og næst neðsta sætinu.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að Nicolai þyrfti núna að fá algera hvíld því hann hefði að undanförnu verið að berjast við mikla höfuðverki milli leikja og æfinga. Höfuðverkirnir eru í kjölfar þungs höggs sem hann fékk í leiknum ytra gegn Midtjylland fyrr í sumar.
,,Við göngum út frá því að
,,Við höfum reynt að snerta á þessum punktum sem eru bæði góðir og slæmir hjá okkur og það er langt síðan við
,,Flest liðin eru að leika vel á köflum en detta niður þess á milli, þetta hefur verið frekar ójafnt hjá flestum nema FH og Val sem virðast vera einu liðin sem geta haldið dampi,” sagði Kristján.
Hvernig Keflavíkurliði má fólk búast við á Laugardalsvelli í kvöld?
,,Ég vona að við verðum agressívir og marksæknir í kvöld, það er nokkuð sem er nauðsynlegt til þess að fá eitthvað út úr leiknum.”