Miðvikudagur 20. febrúar 2002 kl. 14:36
Nýtt merki hjá Keflavík
Á aðalfundi Keflavíkur sem haldinn var sl. mánudag var nýtt merki félagsins kynnt þar sem nafnið -Keflavík- hefur verið sett undir K-ið.Þetta gerir merkið mun kraftmeira og tignarlegra, ásamt því að nafn félagsins er nú á merkinu og því er ekkert hægt að mistúlka það.